Um leigusíðuna

1. Hrein Eignaumsjón rekur síðuna.
2. Síðan er gjaldfrjáls, og engin þóknun tekin af útleigu eignarinnar.
3. Útvegi Hrein Eignaumsjón (án aðkomu leigusíðunnar),leigutaka, tekur hún þóknun fyrir það.
4. Öll samskipti vegna útleigu eru beint á milli leigusala og leigutaka, nema annars sé óskað.
5. Eigandi sér um útleiguna, en felur Hreinni Eignaumsjón umsjón með þjónustuþáttum útleigunnar eða ákveðnum hluta hennar.
6. Allar greiðslur fara í gegnum eigandann sjálfan, nem óskað sé annars.
7. Hrein Eignaumsjón ber ekki á neinn hátt ábyrgð á útleigunni, nema þeirri þjónustu sem hún tekur að sér.
8. Hrein Eignaumsjón setur inn efni eftir óskum eiganda, ber ábyrgð á efini hennar að upplýsingar séru ætíð réttar.
9. Aðgangur að leigusíðu Hreinnar Eignaumsjónar fylgir þjónustusamningi vegna leiguumsjónar.

Reglur um leigusíðuna

1. Hrein Eignaumsjón rekur síðuna, og veitir fasteignareigendum aðgang að henni gjaldfrjálst.

2. Eigandi fasteignar sem nýtir sér leigusíðuna tekur sjálfur ábyrgð á því efni sem hann óskar eftir að á síðunni sé.

3. Hrein Eignaumsjón sér um að setja inn efni að ósk eiganda. Eiganda er hins vegar ætlað að yfirfara það efni sem Hrein Eignaumsjón hefur sett þar inn fyrir hans hönd.

4. Eigandi ber ábyrgð á að dagatal yfir lausa daga sé rétt á hverjum tíma.

5. Eigandi fasteignar (leigusali) ber alla ábyrgð á samskiptum og fyrirkomulagi við leigu, gagnvart leigutaka.

6. Hrein Eignaumsjón ber á engan hátt ábyrgð á samskiptum eða fjárhagslegum skaða sem skapast kann á milli leigusala og leigutaka.

7. Eigandi fasteignar leggur sig fram um að haga samskiptum sínum gagnvart leigutaka af kurteisi.

8. Brjóti eigandi/leigusali/umboðsmaður hans þessa skilmála má fyrirvaralaust víkja honum af síðuni.