Signed in as:
filler@godaddy.com
Hrein Eignaumsjón er eignaumsjónar- og hreingerninga fyrirtæki staðsett í Orihuela Costa á Miðjarðarhafsströnd Spánar. Starfsvæðið er að mestu leiti Orihuela Costa, Torrevieja og innsveitir. Teygir sig svo norður til Alicante og suður til svæðisins umhverfis Los Alcazares.
Eignaumsjón - Leiguumsjón - Hreingerningaþjónustan - Lyklageymsla, ofl.
Þjónusta Hreinnar Eignaumsjónar byggir á þremur megin stoðum, eignaumsjón, leiguumsjón og hreingerningaþjónustu. Við hlið þessara þjónustuliða er flugvallaakstur, útvegun á verktökum viðgerðarmönnum og túlkum. Þá reynir Hrein Eignaumsjón að leysa þau verkefni sem viðskiptavinir okkar óska eftir.
Á síðunni hér fyrir neðan er ætlunin að byggja upp síðu með ýmsum upplýsingum og frásögnum. Við munum setja inn efni eftir tíma og aðstæðum en langar einnig að bjóða notendum síðunnar að senda inn efni.
Við ætlum að byrja með að leita eftir allskyns upplýsingum um svæðið, neyðarupplýsingar, almennar upplýsingar, um bæina og í raun allar upplýsingar sem notast geta fyrir ferðafólk sem búsetta.
Við leitum einnig eftir kynningu, umsögnum, lýsingu eða upplifun á veitingastöðum á starfssvæði okkar.
Þá eru frásagnir af áhugaverðum stöðum, bæjum og jafnvel heilu ferðalagi vel þegnar.
Allt annað áhugavert sem þið vilið koma á framfæri er einnig vel þegið.
Sendist á hreineign@hreineign.com
Takk Agla og Arri
Velkominn á heimasíðu okkar