Örkynning á Hreinni Eignaumsjón

Hrein Eignaumsjón er eignaumsjónar- og hreingerninga fyrirtæki staðsett í Orihuela Costa. Starfsvæðið er að mestu leiti Orihuela Costa og nágreni en teygir sig þó alveg upp til Alicante og töluvert upp í land. Auk þess önnumst við akstur á flugvellina í Murcia og Alicante, og útvegum túlka fyrir hin ýmsu verkefni. Fyrir viðskiptavini okkar útvegum við trausta iðnaðarmenn sem við höfum góða reynslu af, auk annara verkefna sem upp geta komið.

Það er ætlun okkar að nýta þessa síðu enn fremur til að koma fyrir ýmsum nytsömum upplýsingum um svæðið ásamt öðru efni, sem notendur geta gengið að á einum stað.

Fyrirtækið hefur verið að koma upp leigusíðu sem er til notkunar fyrir viðskiptavini okkar sem eru að leigja út eignir sínar. Hrein Eignaumsjón kemur ekki nálægt útleigunni, en sér um ákveðna þjónustuliði útleigunnar. Haft er því samband við eigendurna sjálf.

Kveðja

Hrein Eignaumsjón

Fyrir fasteignaeigendur

Hrein Eignaumsjón tekur að sér umsjón og eftirlit með eignum einstaklinga og félaga. Allt eftir þörfum hvers og eins. Sjá meira.....
Hrein Eignaumsjón tekur að sér umsjón með útleigu íbúða í Orihuela Costa og nærsveitum. Frá lyklageymslu og upp í alsherjar umsjón, þrif og eftirlit. Sjá meira.....
Hrein Eignaumsjón tekur að sér þrif á leiguíbúðum, íbúðum í einkaeign, almenn þrif og alsherjarþrif. Sjá meira.....
Flugvallaakstur, flugáætlun, áætlun flugrútu, og fleira. Sjá meira.....
Leiguíbúðir

Leita

Nærumkverfið

Nytsamir tenglar

Traust Trúnaður Og Virðing Fyrir Eigninni Sjálfri