Um okkur

Við erum Hrein Eignaumsjón

Agla er Ólsari og mikil áhugamanneskja um jóga.

Arri og er Hafnfirðingur, stoltur FHingur og Leedsari. 

Agla Egilsdóttir og Arnljótur Arnarson fluttu til Spánar árið 2002 með þremur börnum sínum. Sólin heillaði þá og gerir enn og þó að tvö eldri börnin séu flogin úr hreiðrinu og farin aftur til Íslands eru Agla og Arri ekki á förum. Það yngsta, Stefanía Rán, er heimakær og mun koma til með að vera foreldrum sínum til halds og trausts í þessum rekstri. 

Þó að fyrirtækið sé nýtt er reynslan á þessu sviði mikil. Arnljótur, sem yfirleitt er kallaður Arri, var á sjó á Íslandi á meðan Agla tók að sér í upphafi að aðstoða nokkrar fasteignasölur við þrif á leiguhúsnæði og nýbyggingum. Hún fór í síauknu mæli að fá óskir um að taka að sér eignir í umsjón og þrif sem varð að lokum of mikið fyrir hana eina. Hún þurfti því að takmarka sig við fjölda sem hentaði og gat því jafnframt eytt tíma með eiginmanninum þegar hann var í landi. Nú hefur Arri hætt á sjó og því var ákveðið að hella sér út í rekstur af krafti.  

Svæðið sem við þjónustum er Orihuela Costa - Torrevieja (Torre de la Horadada í suðri að Torre la Mata í norðri, San Miguel, Rojales og Quesada með talið (sjá nánar))

Hrein Eignaumsjón leggur mikla áherslu á trúnað gagnvart eigendum og virðingu fyrir eignum þeirra. Með yfir 18 ára reynslu af umsjón fasteigna og þrifa hér á Alicantesvæðinu, svo og reksturs gistiheimilis á Íslandi, höfum við í gegnum tíðina tamið okkur góð vinnubrögð og leggjum upp með góð samskipti og traust gagnvart viðskiptavinum okkar. Markmiðið er að skapa öflugt fyrirtæki með traustu og vönduðu starfsfólki.

Traust Trúnaður Og Virðing Fyrir Eigninni Sjálfri