Það eru fá dæmi um álíka hækkanir og urðu í gær á bandarískum hlutabréfamarkaði. Fjörið var nefnilega mikið eftir að Donald Trump guggnaði og setti refsitolla sína á heimsbyggðina á ís. Hann ætlar þó að halda sig við 10 prósenta lágmarkstoll og 125 prósenta toll á Kína. Þegar viðskipti hófust í dag á Wall Street...
„Enn sjáum við ýktar hreyfingar á mörkuðum, hér á landi sem erlendis. Það vekur þó athygli mína að fjörbrotin vegna tollahótana Bandaríkjanna og afleiðinga þeirra hafa lítið náð inn á gjaldeyrismarkað og skuldabréfamarkað hér á landi ólíkt ýmsum nágrannaríkjum. Krónan hefur verið fremur stöðug undanfarna viku og sveiflur á ávöxtunarkröfu hóflegar. Það er að mínu...